Kaiku Sound
![](https://musiktilraunir.is/wp-content/uploads/2023/03/Kaiku_Logo_Website-1024x341.jpg)
Tilefni til að fagna! Músíktilraunir eru komnar með nýjan samstarfsaðila, hljóðverið Kaiku Sound sem gefur vegleg verðlaun. Þeir sem hreppa annað sætið á Músíktilraunum fá 20 hljóðverstíma með hljóðmanni í þessu frábæra hljóðveri sem þið getið kynnt ykkur hér: https://www.kaikusound.is/en/about-us Kaiku Sound er lítið fjölskyldurekið stúdíó og framleiðslufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu.
Nýr verðlaunaflokkur
![](https://musiktilraunir.is/wp-content/uploads/2023/02/FTT-1024x358.png)
Gleði fréttir! FTT, Félag tónskálda og textahöfunda og Músíktilraunir hefja samstarf og af því tilefni hefur verið stofnaður nýr verðlaunaflokkur á tilraununum sem ber heitið „Höfundaverðlaun FTT“ til mikils er að vinna því verðlaun að upphæð 200.000 kr. og verðlaunagripur fylgja titlinum. Vonandi verður þessi verðlaunaflokkur til þess að kveikja bál í brjósti þátttakenda og […]
Músíktilraunir 2023
![](https://musiktilraunir.is/wp-content/uploads/2022/04/musiktilraunir_2022_06_kusk_4M6A6593-1-1024x683.jpg)
Undanúrslit Músíktilrauna 2023 eru eftirfarandi; 25.-28. mars. Skráning hefst 25. febrúar.
Úrslit Músíktilrauna 2022
![](https://musiktilraunir.is/wp-content/uploads/2022/04/musiktilraunir_2022_verdlaun_4M6A8171-1024x683.jpg)
Frábært úrslitakvöld Músíktilrauna 2022:1.sæti. KUSK 2.sæti. Gunnar Karls 3. sæti. Sameheads Hljómsveit fólksins: Bí Bí & Joð Einstaklingsverðlaun: Söngur: Svanhildur Guðný Hjördísardóttir, Bí Bí & Joð Bassi: Friðrik Örn Sigþórsson, Project Reykjavík Hljómborð: Magnús Þór Sveinsson, Project Reykjavík Gítar: Oliver Devaney, Sameheads Trommur: Mikael Magnússon, Merkúr Rafheili: Kolbrún Óskarsdóttir, KUSK Íslenskir textar: Kolbrún Óskarsdóttir, KUSK
Þriðja undankvöld Músíktilrauna
![](https://musiktilraunir.is/wp-content/uploads/2022/03/04_Sameheads-5542-1024x683.jpg)
Salurinn valdi hljómsveitina KRÍSU áfram á úrslitakvöldið en dómnefnd valdi Sameheads.
Annað unankvöld Músíktilrauna
![](https://musiktilraunir.is/wp-content/uploads/2022/03/07_Sodaskapur-5109-1024x683.jpg)
Áfram komust hljómsveitirnar Bí Bí & Joð, sem var kosin áfram af sal og hljómsveitin Sóðaskapur sem dómnefnd valdi.
Fyrsta undankvöld Músíktilrauna
![](https://musiktilraunir.is/wp-content/uploads/2022/03/04_Kusk-4292-608x1024.jpg)
Tvær hljómsveitir komust áfram Kusk sem var valin áfram af dómnefnd og Ókindarhjarta sem var valin af sal.
Tónlistarveisla framundan
![](https://musiktilraunir.is/wp-content/uploads/2022/03/Grein.webp)
Nýjustu sprotarnir í íslensku tónlistarsenunni berja trumbur og slá á allskonar tilraunakennda strengi í Hörpu.
Skráning til 14.mars!
![](https://musiktilraunir.is/wp-content/uploads/2022/03/C7A7295-1024x883.jpg)
Umsóknarfrestur fyrir þátttöku á Músíktilraununum hefur verið framlengdur til 14. mars….
Músíktilraunir fagna 40 ára afmæli!
![](https://musiktilraunir.is/wp-content/uploads/2022/02/05_AEsa-6350-1024x683.jpg)
Músíktilraunir fagna nú fjörtíu ára stórafmæli. Keppnin hófst árið 1982 og er ein elsta tónlistarhátíð og keppni landsins.