Músíktilraunir verða haldnar í Norðurljósum Hörpu dagana 10.-16. mars 2024. Opið verður fyrir skráningu hér á heimasíðu keppninnar frá og með 5. febrúar og verður hægt að skrá sig til og með 19. febrúar. Hver hljómsveit/tónlistarmaður þarf að skila inn tveimur hljóðdæmum (demó) og mynd. Glæsilegir vinningar í boði og góð skemmtun. Núna er tíminn til að stilla strengi, semja lög, já eða stofna band og æfa sig á fullu!