Westerpop

Hljómsveitin Fókus, sem sigraði Músíktilraunir 2023, fór á flug ævintýranna með Icelandair til að spila á tónlistarhátíðinni Westerpop í Hollandi. Hljómsveitarmeðlimir Amylee Trindade, gítar/söngur, Alexandra Hernandez , bassi/söngur, Anna Lára Grétarsdóttir, píanó, Arnbjörg Ýr Sigurðardóttir, trommur, Pia Wrede, synth spiluðu á SEN sviði hátíðarinnar og var vel tekið af áhorfendum.

https://www.westerpop.nl/