Skráning í Músíktilraunir

Undankvöld Músíktilrauna fara fram í Hörpu 22.–25. maí og úrslitakvöldið er 29. maí. Ef umsókn verður hafnað verður skráningargjald endurgreitt.
Ef þú færð ekki staðfestingu á skráningu í kjölfar skráningar hafðu þá samband við musiktilraunir@reykjavik.is.

Mikilvægar upplýsingar

  • Skráningargjald er 8.500 kr. sem leggja skal inn á reikning 0101-26-054777, kt. 490695-2229.
  • Nauðsynlegt er að setja nafn hljómsveitarinnar í tilvísun þegar lagt er inn.
  • Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.
  • Demó sem send eru inn þurfa aðeins að standast lágmarkskröfur.
  • Ekki er dæmt út frá demóunum í keppninni sjálfri, þar er aðeins frammistaðan á kvöldunum tekin til greina.
  • Demó sem send eru inn munu birtast á Soundcloud-síðu Músíktilrauna og verða aðgengileg í gegnum heimasíðu Músíktilrauna.

 

Skráningu lýkur á miðnætti 26. apríl