Um okkur

Músíktilraunir er tónlistarhátíð sem stendur yfir í 5 daga. Undanúrslit 2024 eru 10.-13. mars í Norðurljósum, Hörpu og úrslit eru 16. mars á sama stað. Ungmenni á aldrinum 13 til 25 ára geta sótt um þátttöku með því að senda inn umsókn á heimasíðunni.

Undankvöld tilraunanna eru 4-5 kvöld þar sem um 40-50 tónlistaratriði keppa að því takmarki að komast áfram á úrslitakvöldið. Um 10-12 hljómsveitir fara venjulega áfram í úrslit.

Að taka þátt í Músíktilraunum er frábær upplifun og ómetanleg reynsla fyrir upprennandi og skapandi tónlistarfólk.

Undanfarin ár hefur úrslitakvöldinu verið útvarpað um land allt á Rás 2, auk þess sem að RÚV streymir beint frá úrslitakvöldinu og vinnur sjónvarpsþátt sem sýndur er síðar.

Hitt Húsið stendur að skipulagningu Músíktilrauna og býr þeim glæsilega umgjörð, hvort sem litið er til húsnæðis, starfsfólks eða tæknilega hlutans.

Músíktilraunir er samstarfsaðili að Stage Europe Network.

Viltu vita meira um hvernig skráning fer fram eða hvað hljómsveitir þurfa að flytja mörg lög? Þú getur lesið meira um þátttöku og fengið svör við algengum spurningum.