Um Músíktilraunir

Músíktilraunir er tónlistarhátíð sem stendur yfir í 5 daga. Undanúrslit 2021 eru 22.–25. maí í Norðurljósum, Hörpu og úrslit eru 29. maí á sama stað. Ungmenni á aldrinum 13 til 25 ára geta sótt um þátttöku með því að senda inn umsókn á heimasíðunni.

2008 AgentF_2

Hvað eru Músíktilraunir?

Undankvöld tilraunanna eru 4–5 kvöld þar sem um 40–50 tónlistaratriði keppa að því takmarki að komast áfram á úrslitakvöldið. Um 10–12 hljómsveitir fara venjulega í úrslit.

Viltu vera með?

Markmiðið með Músíktilraunum er að veita ungum íslenskum hljómsveitum og tónlistarfólki tækifæri á að koma tónlist sinni á framfæri.

Viltu vita meira um hvernig skráning fer fram eða hvað hljómsveitir þurfa að flytja mörg lög? Þú getur lesið meira um þátttöku og fengið svör við algengum spurningum.

Verðlaun

Veitt eru verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti, einstaklingsverðlaun og viðurkenningu fyrir íslenska textagerð og Hljómsveit fólksins, sem er valin af áhorfendum í símakosningu.

Dómnefnd

Dómnefndin er skipuð sjö reynsluboltum úr tónlistariðnaðinum.

Þegar öllum undankvöldum er lokið hefur dómnefnd möguleika á að velja hljómsveitir áfram aukalega í úrslit.

Þetta verður tilkynnt á heimasíðu tilraunanna að loknum öllum fjórum undankvöldunum auk þess sem hringt verður í þá hljómsveit.

Bakhjarlar

Það væri ekki hægt að halda Músiktilraunir án bakhjarla okkar.

2011_samaris-2965 öll