Árni Grétar „Futuregrapher“
Einn af okkar kæru stuðningsaðilum til áratuga Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn. Árni Grétar
Einn af okkar kæru stuðningsaðilum til áratuga Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn. Árni Grétar
Vinningshafar Músíktilraunanna 2024 Vampíra er á leið til Grænlands til að taka þátt í Pan
Músíktilraunirnar sanna enn og aftur hversu öflug og rík íslensk tónlistarsena er því að hvorki
Viltu vita meira um hvernig skráning fer fram eða hvað hljómsveitir þurfa að flytja mörg lög?
Skráning fer eingöngu fram á rafrænan hátt á vefsíðunni og verða 40-50 hljómsveitir valdar til þátttöku. Opnað verður fyrir umsóknir 5. febrúar og mun skráning standa fram til 19. febrúar 2024.
Þátttökugjald er 3.800 krónur fyrir hvern einstakling/hljómsveitarmeðlim árið 2024.
Músíktilraunir eru ætlaðar ungu fólki á aldrinum 13-25 ára. Framkvæmdarnefnd Músíktilrauna áskilur sér þann rétt að hafna hljómsveitum um þátttöku ef: sýnishorn(demo) það sem berst stenst ekki tónlistarlegar lágmarkskröfur sem gerðar eru til keppninnar, þátttökugjald hefur ekki verið greitt fyrir tilskilinn tíma eða af öðrum ástæðum.
Á hverju undankvöldi skal hljómsveit flytja tvö frumsamin lög. Heildartími þeirra skal ekki vera meiri en 10 mínútur. Á úrslitakvöldi flytur hver hljómsveit þrjú frumsamin lög. Ekki er skylda að spila sömu tvö lögin frá undankvöldum í úrslitum. Heildartími þeirra skal ekki vera meiri en 12-15 mínútur.
Á hverju undankvöldi velur salur eina hljómsveit/ tónlistaratriði áfram í úrslit og dómnefnd jafnframt eina hljómsveit/tónlistaratriði.
Athugið að þegar öllum undankvöldum er lokið hefur dómnefnd möguleika á að velja hljómsveitir/ tónlistaratriði áfram aukalega í úrslit. Möguleiki er því fyrir hendi að komast áfram þrátt fyrir að hafa ekki farið áfram á sínu undankvöldi.
Þetta verður tilkynnt á heimasíðu tilraunanna að loknum öllum undankvöldunum og einnig verður hringt í þær hljómsveitir/tónlistarfólk sem um verður að ræða.
Á úrslitakvöldi er það eingöngu dómnefnd sem velur vinningshafa, en salur og áheyrendur kjósa í símakosningu um Hljómsveit Fólksins.