Samstarf við Tónlistarklasan Tónhyl

Tónhylur hefur bæst við í hóp samstarfsaðila Músíktilrauna. Þau ætla styrkja sigurvegara annars og þriðja sæti um 5 mánuði hvort í æfingaraðstöðu sinni í Tónlistarklasanum.

Í Tónhyl eru stúdíó bæði fyrir atvinnutónlistarfólk og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref. Þeir sem eru með stúdíó í Tónhyl taka virkan þátt í starfsemi félagsins og við að byggja upp öflugt, skapandi samfélag. Hægt er að lesa sér frekar til um Tónhyl hér.