4.undankvöld Músíktilrauna 2023

Eftir fjögra daga tónlistarveislu í Hörpu er orðið ljóst hvaða hljómsveitir halda áfram í úrslitin sem haldin verða n.k. laugardag í Hörpu kl.17:00. Í kvöld valdi salurinn áfram hljómsveitina Marsipan og dómnefnd valdi áfram hljómsveitina Emma. Dómnefnd bætti einnig við hljómsveitunum; Dóra & Döðlurnar, Torfi, Fókus og Nuclear Nathan.

Hljómsveitirnar sem spila þá á úrslitakvöldinu eru: Krassoff, Spírall, Juno Paul, Gunni Karls, Flyguy, BKPM, Emma, Marsipan, Dóra & Döðlurnar, Torfi, Fókus, Nucelar Nathan.

Kvikmyndabraut Borgarholtsskóla sá um beint streymi á öllum undankvöldum og hægt er að horfa á streymi undankvöldsins hér.