3.undankvöld Músíktilrauna 2023

Þriðja undankvöldi Músíktilrauna var rétt í þessu að ljúka en í kvöld gátu áhorfendur gætt sér á fjölbreyttu hlaðborði tónlistarstíla og einstakra sviðstakta þátttakenda. Salurinn valdi áfram hljómsveitina BKPM og dómnefnd valdi áfram Flyguy.

Í kvöld tóku þátt hljómsveitirnar: DauÐnafn, Flyguy, Schdoobler, Merkúr, LiLBirdie, Heagle, BKPM, Hildur Kaldalóns & Dætur Loka.

Kvikmyndabraut Borgarholtsskóli sá um beint streymi sem hægt er að finna hér.