Músíktilraunir 40 ára!

Músíktilraunir fagna nú fjörtíu ára stórafmæli. Keppnin hófst árið 1982 og er ein elsta tónlistarhátíð landsins. Þessi rótgróna tónlistarhátíð er vel þekkt af bransafólki því mikið af því hefur sjálft tekið þátt á einhverjum tímapunkti á sínum ferli. Það hafa nefnilega um 16.700 bönd og sólóistar tekið þátt í keppninni síðastliðin fjörtíu ár eða um 50.000 manns!