Tónlistarveisla framundan

Nýjustu sprotarnir í íslensku tónlistarsenunni berja trumbur og slá á allskonar tilraunakennda strengi í Hörpu. 

Skráning til 14.mars!

Umsóknarfrestur fyrir þátttöku á Músíktilraununum hefur verið framlengdur til 14. mars….

Skráning hafin í Músíktilraunir

Skráning í Músíktilraunir hefst 18.febrúar og lýkur 07.mars. 2022. Þær verða haldnar í Norðurljósasal Hörpu 26.mars. – 02.apríl. Undankvöldin verða 26, 27, 28 og 29. Mars en úrslitakvöldið verður haldið laugardaginn 02.apríl.

Stemning á 1.undankvöldi Músíktilrauna

Í gær hófust Músíktilraunir og stemningin og gleðin leyndi ekki á sér í salnum. Allar hljómsveitir stóðu sig með glæsibrag og áhorfendur fengu að heyra góða blöndu af mismunandi tónlistarstefnum og stílum. Þeir sem komust áfram eftir fyrsta undankvöldið eru hljómsveitin Keikó sem var valin áfram af salnum og hljómsveitin Fógeti sem var valin af […]

Músíktilraunir 40 ára!

Músíktilraunir fagna nú fjörtíu ára stórafmæli. Keppnin hófst árið 1982 og er ein elsta tónlistarhátíð landsins. Þessi rótgróna tónlistarhátíð er vel þekkt af bransafólki því mikið af því hefur sjálft tekið þátt á einhverjum tímapunkti á sínum ferli. Það hafa nefnilega um 16.700 bönd og sólóistar tekið þátt í keppninni síðastliðin fjörtíu ár eða um 50.000 manns!