Sigurvegarar Músíktilrauna 2025

42 frábær tónlistaratriði tóku þátt í Músíktilraunum 2025. Mikil fjölbreytni var í stefnum og stílum atriðanna og aðsókn á bæði undan- og úrslitakvöld var með eindæmum góð. Eftir æsispennandi úrslitakvöld þar sem 10 atriði kepptu var niðurstaða dómnefndar og símakosningar tilkynnt. Glæsileg verðlaun voru veitt: hljóðverstímar, spilamennska á tónlistarhátíðum, flug með Icelandair og úttektir í […]

Undankvöldum lokið

Nú eru fjögur undankvöld Músíktilrauna 2025 að baki; 42 rétta tónlistarveisla sem fjölbreytni, frumleiki, spilagleði og mikill metnaður gerðu ógleymanlega fyrir bæði þátttakendur og áhorfendur, en mæting á kvöldin var frábær. Dómnefnd var ekki öfundsverð af því að þurfa að velja og hafna, en eftirfarandi atriði fóru áfram og keppa á úrslitakvöldinu sunnudagskvöldið 6. apríl: […]

Umsóknarfrestur liðinn

Mikill fjöldi umsókna barst í Músíktilraunir í ár og úrvinnsla þeirra er nú hafin en mun taka þónokkra daga. Við biðjum umsækjendur um að sýna þolinmæði á meðan við klárum ferlið og staðfestum þátttöku. Við hlökkum til að kynna fjölbreytta og spennandi listamenn sem sóttu um í ár!

Dásamlegir Demódagar!

Boðið er upp á dásamlega Demódaga í Hinu Húsinu 10.-12. febrúar, þar sem umsækjendum í Músíktilraunir býðst aðstaða í hljóðveri og aðstoð við að útbúa hljóðdæmi – demó – sem þurfa að fylgja umsókninni. Það þarf að bóka tíma fyrirfram, og er það gert með því að senda línu á musiktilraunir@reykjavik.is

Árni Grétar „Futuregrapher“

Einn af okkar kæru stuðningsaðilum til áratuga Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn.  Árni Grétar var mjög afkastamikill tónlistarmaður og gaf út tugi platna í raftónlist. Hann var einn stofnenda Möller Records  og Móatúns 7 sem hefur stutt við og gefið vinningshöfum Rafheila Músíktilraunanna hljóðblöndum og hljóðjöfnun á þremur lögum.  Stuðningur hans við ungt upprennandi […]

Vampíra keppir á Pan Arctic Vision

Vinningshafar Músíktilraunanna 2024 Vampíra er á leið til Grænlands til að taka þátt í Pan Arctic Vision https://www.panarcticvision.org/ í Nuuk. Tíu hljómsveitir frá norðurslóðum munu koma saman, vinna í tónlistarsmiðjum og keppa þann 12.október um sigurvegara norðurslóðanna. Hægt verður að fylgjast með beinu streymi frá keppninni hjá Norræna húsinu í Reykjavík.

Úrslit Músíktilrauna!

Músíktilraunirnar sanna enn og aftur hversu öflug og rík íslensk tónlistarsena er því að hvorki meira né minna en 43 tónlistaratriði tók þátt í tilraununum í ár. Undankvöldin voru fjögur í Hörpu þar sem áhorfendur hlustuðu á 86 frumsamin lög, sem voru einstaklega fjölbreytt, sterk, skemmtileg og allskonar tónlistarstefnum og margskonar tilraunum. Að lokum höfðu […]

4. undankvöld

Af fjórða undanúrslitakvöldi Músíktilrauna í Hörpu komst áfram hljómsveitin Chögma, sem var valin áfram af dómnefnd og Social Suicide, sem var valin af sal. Þá bætti dómnefndin við tónlistarkonunni Eló og hljómsveitinni Þögn úr Vestmannaeyjum. Hljómsveitir sem spila á úrslitum Músíktilrauna í Hörpu á laugardaginn verða því: Chögma Cloud Cinema Eló Flórurnar Frýs Slysh Social […]

3. undankvöld

Þriðja undankvöld Músíktilrauna lét sko heyra í sér! Glysrokk, harðkjarni, hip hop og popp. Salurinn valdi áfram hljómsveitina SLYSH úr Hveragerði en dómnefnd valdi hljómsveitina Vampíru.