FTT styður við bakið á ungu tónlistarfólki!

FTT, Félag tónskálda og textahöfunda veitir Höfundaverðlaun FTT á Músíktilraunum 2024. Verðlaununum fylgir tvöhundruðþúsund króna styrkur sem kemur efalaust vinningshöfum til góða. FTT er félag sem stendur vörð um rétt íslenskra tónskálda og textahöfunda og gætir hagsmuna á sviði höfundréttar ásamt því að efla samstöðu meðal félagsmanna og að stuðla að tíðari flutningi og aukinni […]

Ómetanlegur styrkur

Ómetanlegur styrkur úr Minningarsjóði Péturs W. Kristjánssonar. Pétur Wigelund Kristjánsson, oft kallaður Pétur poppari, var fæddur 7. janúar 1952 í Reykjavík og lést því miður um aldur fram árið 2004. Allt frá árinu 2012 hafa vinningshafar Músíktilrauna fengið rausnarlega upphæð úr minningarsjóði sem var stofnaður í nafni hans. Pétur byrjaði í hljómsveitinni Pops stuttu eftir […]

Skráning í Músíktilraunir 2024

Músíktilraunir verða haldnar í Norðurljósum Hörpu dagana 10.-16. mars 2024. Opið verður fyrir skráningu hér á heimasíðu keppninnar frá og með 5. febrúar og verður hægt að skrá sig til og með 19. febrúar. Hver hljómsveit/tónlistarmaður þarf að skila inn tveimur hljóðdæmum (demó) og mynd. Glæsilegir vinningar í boði og góð skemmtun. Núna er tíminn […]

Westerpop

Hljómsveitin Fókus, sem sigraði Músíktilraunir 2023, fór á flug ævintýranna með Icelandair til að spila á tónlistarhátíðinni Westerpop í Hollandi. Hljómsveitarmeðlimir Amylee Trindade, gítar/söngur, Alexandra Hernandez , bassi/söngur, Anna Lára Grétarsdóttir, píanó, Arnbjörg Ýr Sigurðardóttir, trommur, Pia Wrede, synth spiluðu á SEN sviði hátíðarinnar og var vel tekið af áhorfendum.

Hitakassinn – Bransanámskeið

Allir þeir sem komast í úrlist Músíktilrauna Hitakassinn er hagnýtt námskeið um tónlistariðnaðinn á vegum Tónlistarborgarinnar, Hins Hússins og Útón, fyrir þær hljómsveitir sem komast í úrslit Músíktilrauna. Hitakassa-hópurinn í ár er glæsilegt samansafn ungs og upprennandi tónlistarfólks, framtíðin er sannarlega björt í íslensku tónlistarlífi! Markmiðið með Hitakassanum er að valdefla ungt tónlistarfólk sem er […]

Úrslit Músíktilrauna 2023

Rétt í þessu lauk úrslitakvöldi Músíktilrauna 2023 í Hörpu! Á úrslitakvöldinu spiluðu hljómsveitirnar og tónlistarfólkið; Spírall, Torfi, Marsipan, Nuclear Nathan, Fókus, Flyguy, Krassoff, BKPM, Gunni Karls, Dóra & Döðlurnar, Juno Paul og Emma. Fyrsta sæti Músíktilrauna hlaut hljómsveitin Fókus, annað sætið hreppti TORFI og þriðja sætið hlaut Dóra & Döðlurnar. Í almennri símakosningu tók hljómsveitin […]

4.undankvöld Músíktilrauna 2023

Eftir fjögra daga tónlistarveislu í Hörpu er orðið ljóst hvaða hljómsveitir halda áfram í úrslitin sem haldin verða n.k. laugardag í Hörpu kl.17:00. Í kvöld valdi salurinn áfram hljómsveitina Marsipan og dómnefnd valdi áfram hljómsveitina Emma. Dómnefnd bætti einnig við hljómsveitunum; Dóra & Döðlurnar, Torfi, Fókus og Nuclear Nathan. Hljómsveitirnar sem spila þá á úrslitakvöldinu […]

3.undankvöld Músíktilrauna 2023

Þriðja undankvöldi Músíktilrauna var rétt í þessu að ljúka en í kvöld gátu áhorfendur gætt sér á fjölbreyttu hlaðborði tónlistarstíla og einstakra sviðstakta þátttakenda. Salurinn valdi áfram hljómsveitina BKPM og dómnefnd valdi áfram Flyguy. Í kvöld tóku þátt hljómsveitirnar: DauÐnafn, Flyguy, Schdoobler, Merkúr, LiLBirdie, Heagle, BKPM, Hildur Kaldalóns & Dætur Loka. Kvikmyndabraut Borgarholtsskóli sá um […]

2. undankvöld Músíktilrauna 2023

Rétt í þessu var öðru undankvöldi Músíktilrauna að ljúka. Dómnefnd valdi áfram í úrslit tónlistarmanninn Gunna Karls og salurinn valdi áfram Juno Paul. Á kvöldinu spiluðu; Gunni Karls, Sigurlilja, kóka Kóla Polar Bear, Mucky Muck, Hrossasauðir, Auður Erna & Juno Paul. Atriðin voru afar ólík og endurspegluðu fjölbreytni íslensku tónlistarsenunnar. Borgarholtsskóli sér um að streyma […]

1. undankvöld Músíktilrauna 2023

Á fyrsta undankvöldi Músíktilrauna í ár kepptu Gulllax, Nuclear Nathan, Mexon, Krassoff, Fókus, Colibri, Spírall og Enter Name. Salurinn valdi áfram hljómsveitina Spírall á úrslitakvöldið en dómnefnd valdi hljómsveitina Krassoff. Í heildina eru þrjátíu og tvær hljómsveitir sem keppa í ár. Nælið ykkur í miða á hin undankvöldin eða úrslitakvöld keppninnar sem haldin verða í […]