Úrslit Músíktilrauna!

Músíktilraunirnar sanna enn og aftur hversu öflug og rík íslensk tónlistarsena er því að hvorki meira né minna en 43 tónlistaratriði tók þátt í tilraununum í ár. Undankvöldin voru fjögur í Hörpu þar sem áhorfendur hlustuðu á 86 frumsamin lög, sem voru einstaklega fjölbreytt, sterk, skemmtileg og allskonar tónlistarstefnum og margskonar tilraunum. Að lokum höfðu […]

4. undankvöld

Af fjórða undanúrslitakvöldi Músíktilrauna í Hörpu komst áfram hljómsveitin Chögma, sem var valin áfram af dómnefnd og Social Suicide, sem var valin af sal. Þá bætti dómnefndin við tónlistarkonunni Eló og hljómsveitinni Þögn úr Vestmannaeyjum. Hljómsveitir sem spila á úrslitum Músíktilrauna í Hörpu á laugardaginn verða því: Chögma Cloud Cinema Eló Flórurnar Frýs Slysh Social […]

3. undankvöld

Þriðja undankvöld Músíktilrauna lét sko heyra í sér! Glysrokk, harðkjarni, hip hop og popp. Salurinn valdi áfram hljómsveitina SLYSH úr Hveragerði en dómnefnd valdi hljómsveitina Vampíru.

2. undankvöld

Frábært annað undankvöld Músíktilrauna er nú að baki en ellefu hljómsveitir og tónlistarfólk stigu á svið og fluttu verk sín fyrir gesti í sal. Tvö atriði komust áfram, salurinn valdi hljómsveitina Cloud Cinema og dómnefnd valdi Tommi G. Hægt er að horfa á streyi frá öðru undankvöldi Músíktilrauna hér: 1 hluti: https://fb.watch/qLXpB7wVhx/ 2 hluti: https://fb.watch/qLXtejtYAx/ […]

1. undankvöld

Fyrsta undankvöld Músíktilrauna var haldið í Norðurljósum Hörpu í gær. Frábær stemning var í sal og ellefu hljómsveitir stigu á svið. Tónlistin var afar fjölbreytt en það mátti m.a. heyra þungarokk, rokk, popp og dynjandi teknó við góðar undirtektir gesta. Kvöldið flaug áfram en í lokin valdi dómnefnd hljómsveitina Flórurnar á meðan salur kaus áfram […]

Spennandi Músíktilraunir framundan!

Fjörutíu og þrjár hljómsveitir keppa í Músíktilraunum 2024 og yfir hundrað frumsamin lög verða flutt. Keppnin verður haldin í Norðurljósum í Hörpu dagana 10. – 16. mars og hægt er að tryggja sér miða hér. Af hljómsveitum sem taka þátt eru tólf hljómsveitir utan að landi og þrjátíu og ein af höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að […]

FTT styður við bakið á ungu tónlistarfólki!

FTT, Félag tónskálda og textahöfunda veitir Höfundaverðlaun FTT á Músíktilraunum 2024. Verðlaununum fylgir tvöhundruðþúsund króna styrkur sem kemur efalaust vinningshöfum til góða. FTT er félag sem stendur vörð um rétt íslenskra tónskálda og textahöfunda og gætir hagsmuna á sviði höfundréttar ásamt því að efla samstöðu meðal félagsmanna og að stuðla að tíðari flutningi og aukinni […]

Ómetanlegur styrkur

Ómetanlegur styrkur úr Minningarsjóði Péturs W. Kristjánssonar. Pétur Wigelund Kristjánsson, oft kallaður Pétur poppari, var fæddur 7. janúar 1952 í Reykjavík og lést því miður um aldur fram árið 2004. Allt frá árinu 2012 hafa vinningshafar Músíktilrauna fengið rausnarlega upphæð úr minningarsjóði sem var stofnaður í nafni hans. Pétur byrjaði í hljómsveitinni Pops stuttu eftir […]

Skráning í Músíktilraunir 2024

Músíktilraunir verða haldnar í Norðurljósum Hörpu dagana 10.-16. mars 2024. Opið verður fyrir skráningu hér á heimasíðu keppninnar frá og með 5. febrúar og verður hægt að skrá sig til og með 19. febrúar. Hver hljómsveit/tónlistarmaður þarf að skila inn tveimur hljóðdæmum (demó) og mynd. Glæsilegir vinningar í boði og góð skemmtun. Núna er tíminn […]

Westerpop

Hljómsveitin Fókus, sem sigraði Músíktilraunir 2023, fór á flug ævintýranna með Icelandair til að spila á tónlistarhátíðinni Westerpop í Hollandi. Hljómsveitarmeðlimir Amylee Trindade, gítar/söngur, Alexandra Hernandez , bassi/söngur, Anna Lára Grétarsdóttir, píanó, Arnbjörg Ýr Sigurðardóttir, trommur, Pia Wrede, synth spiluðu á SEN sviði hátíðarinnar og var vel tekið af áhorfendum.