Fjörutíu og þrjár hljómsveitir keppa í Músíktilraunum 2024 og yfir hundrað frumsamin lög verða flutt.

Keppnin verður haldin í Norðurljósum í Hörpu dagana 10. – 16. mars og hægt er að tryggja sér miða hér.

Af hljómsveitum sem taka þátt eru tólf hljómsveitir utan að landi og þrjátíu og ein af höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að hlusta á demó frá þátttakendum hér. Á undankvöldum Músíktilrauna tekur hver hljómsveit/þátttakandi tvö lög en á úrslitum Músíktilrauna eru tekin þrjú lög svo að það vera spiluð hátt í 100 frumsamin lög á þessum tilraunum!

Popp, rok, djass, hip hop, raftónlist og allt þar á milli. Öll ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og heyrt það sem er glænýtt og ferskt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *