Músíktilraunirnar sanna enn og aftur hversu öflug og rík íslensk tónlistarsena er því að hvorki meira né minna en 43 tónlistaratriði tók þátt í tilraununum í ár. Undankvöldin voru fjögur í Hörpu þar sem áhorfendur hlustuðu á 86 frumsamin lög, sem voru einstaklega fjölbreytt, sterk, skemmtileg og allskonar tónlistarstefnum og margskonar tilraunum. Að lokum höfðu tíu hljómsveitir unnið sér rétt til þátttöku á úrslitakvöldinu en það voru þær Chögma, Cloud Cinema, Eló, Flórurnar, Frýs, Slysh, Social Suicide, Tommi G, Vampíra og Þögn sem spiluðu fyrir fullu húsi og góðri stemmningu.

Fyrsta sæti Músíktilrauna 2024 hlaut hljómsveitin Vampíra, annað sætið hreppti Eló og þriðja sætið hlaut Chögma. Í almennri símakosningu tók hljómsveitin Frýs titilinn Hljómsveit fólksins. Glæsileg verðlaun voru veitt, hljóðverstímar, úttektir í hljóðfæra- og tónlistarverslunum, styrkir úr Minningarsjóði Péturs W. Kristjánssonar og frá FTT, spilamennska á tónlistarhátíðum og sigurvegararnir munu fljúga á vit ævintýranna með Icelandair.

Öll þau sem komust í úrslit hljóta frábæran fræðslupakka Hitakassans sem undirbýr ungt tónlistarfólk fyrir atvinnumennsku í tónlist, námskeiðið er haldið í samstarfi við Útón og Tónlistarborgina Reykjavík.

SIGURSVEITIR 2024

Eftirfarandi aðilar hlutu verðlaun á Músíktilraununum í ár og verður spennandi að fylgjast með þessu hæfileikaríka tónlistarfólki í nánustu framtíð.

1.sæti. Vampíra

2.sæti. Eló

3.sæti. Chögma

Hljómsveit fólksins: Frýs

Einstaklingsverðlaun:

Söngur: Gísli Freyr Sigurðursson í Slysh

Bassi: Árni Hrafn Hrólfsson í Spiritual Reflections

Hljómborð: Ríkharður Ingi Steinarsson í Áttavillt

Gítar: Þórsteinn Léó Gunnarsson í Vampíra

Trommur: Jónatan Emil Sigþórsson í Chögma

Rafheili: Emil Ingo Lupnaav Atlason í Emidex

Höfundaverðlaun FTT: Elísabet Guðnadóttir í Eló

Íslenskir textar: Urður Óliversdóttir í Urður

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *