Westerpop
Hljómsveitin Fókus, sem sigraði Músíktilraunir 2023, fór á flug ævintýranna með Icelandair til að spila á tónlistarhátíðinni Westerpop í Hollandi. Hljómsveitarmeðlimir Amylee Trindade, gítar/söngur, Alexandra Hernandez , bassi/söngur, Anna Lára Grétarsdóttir, píanó, Arnbjörg Ýr Sigurðardóttir, trommur, Pia Wrede, synth spiluðu á SEN sviði hátíðarinnar og var vel tekið af áhorfendum.
Hitakassinn – Bransanámskeið
Allir þeir sem komast í úrlist Músíktilrauna Hitakassinn er hagnýtt námskeið um tónlistariðnaðinn á vegum Tónlistarborgarinnar, Hins Hússins og Útón, fyrir þær hljómsveitir sem komast í úrslit Músíktilrauna. Hitakassa-hópurinn í ár er glæsilegt samansafn ungs og upprennandi tónlistarfólks, framtíðin er sannarlega björt í íslensku tónlistarlífi! Markmiðið með Hitakassanum er að valdefla ungt tónlistarfólk sem er […]
2023
1.sæti. FÓKUS 2.sæti. TORFI 3. sæti. DÓRA & DÖÐLURNAR Hljómsveit fólksins: MARSIPAN Einstaklingsverðlaun: Söngvari Músíktilrauna: Alexandra Hernandez og Amylee Trindade – Fókus Bassaleikari Músíktilrauna: Jón Ragnar Einarsson – Sigurlilja/Guttarnir Hljómborðleikari Músíktilrauna: Anna Lára Grétarsdóttir – Fókus Gítarleikari Músíktilrauna: Ásgeir Kjartansson – BKPM Trommuleikari Músíktilrauna: Þórarinn Þeyr Rúnarsson – Guttarnir Rafheili Músíktilrauna: Óðal Hjarn – Einakróna/Emma […]
Úrslit Músíktilrauna 2023
Rétt í þessu lauk úrslitakvöldi Músíktilrauna 2023 í Hörpu! Á úrslitakvöldinu spiluðu hljómsveitirnar og tónlistarfólkið; Spírall, Torfi, Marsipan, Nuclear Nathan, Fókus, Flyguy, Krassoff, BKPM, Gunni Karls, Dóra & Döðlurnar, Juno Paul og Emma. Fyrsta sæti Músíktilrauna hlaut hljómsveitin Fókus, annað sætið hreppti TORFI og þriðja sætið hlaut Dóra & Döðlurnar. Í almennri símakosningu tók hljómsveitin […]
4.undankvöld Músíktilrauna 2023
Eftir fjögra daga tónlistarveislu í Hörpu er orðið ljóst hvaða hljómsveitir halda áfram í úrslitin sem haldin verða n.k. laugardag í Hörpu kl.17:00. Í kvöld valdi salurinn áfram hljómsveitina Marsipan og dómnefnd valdi áfram hljómsveitina Emma. Dómnefnd bætti einnig við hljómsveitunum; Dóra & Döðlurnar, Torfi, Fókus og Nuclear Nathan. Hljómsveitirnar sem spila þá á úrslitakvöldinu […]
3.undankvöld Músíktilrauna 2023
Þriðja undankvöldi Músíktilrauna var rétt í þessu að ljúka en í kvöld gátu áhorfendur gætt sér á fjölbreyttu hlaðborði tónlistarstíla og einstakra sviðstakta þátttakenda. Salurinn valdi áfram hljómsveitina BKPM og dómnefnd valdi áfram Flyguy. Í kvöld tóku þátt hljómsveitirnar: DauÐnafn, Flyguy, Schdoobler, Merkúr, LiLBirdie, Heagle, BKPM, Hildur Kaldalóns & Dætur Loka. Kvikmyndabraut Borgarholtsskóli sá um […]
2. undankvöld Músíktilrauna 2023
Rétt í þessu var öðru undankvöldi Músíktilrauna að ljúka. Dómnefnd valdi áfram í úrslit tónlistarmanninn Gunna Karls og salurinn valdi áfram Juno Paul. Á kvöldinu spiluðu; Gunni Karls, Sigurlilja, kóka Kóla Polar Bear, Mucky Muck, Hrossasauðir, Auður Erna & Juno Paul. Atriðin voru afar ólík og endurspegluðu fjölbreytni íslensku tónlistarsenunnar. Borgarholtsskóli sér um að streyma […]
1. undankvöld Músíktilrauna 2023
Á fyrsta undankvöldi Músíktilrauna í ár kepptu Gulllax, Nuclear Nathan, Mexon, Krassoff, Fókus, Colibri, Spírall og Enter Name. Salurinn valdi áfram hljómsveitina Spírall á úrslitakvöldið en dómnefnd valdi hljómsveitina Krassoff. Í heildina eru þrjátíu og tvær hljómsveitir sem keppa í ár. Nælið ykkur í miða á hin undankvöldin eða úrslitakvöld keppninnar sem haldin verða í […]
Samstarf við Tónlistarklasan Tónhyl
Tónhylur hefur bæst við í hóp samstarfsaðila Músíktilrauna. Þau ætla styrkja sigurvegara annars og þriðja sæti um 5 mánuði hvort í æfingaraðstöðu sinni í Tónlistarklasanum. Í Tónhyl eru stúdíó bæði fyrir atvinnutónlistarfólk og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref. Þeir sem eru með stúdíó í Tónhyl taka virkan þátt í starfsemi félagsins og […]
Kaiku Sound
Tilefni til að fagna! Músíktilraunir eru komnar með nýjan samstarfsaðila, hljóðverið Kaiku Sound sem gefur vegleg verðlaun. Þeir sem hreppa annað sætið á Músíktilraunum fá 20 hljóðverstíma með hljóðmanni í þessu frábæra hljóðveri sem þið getið kynnt ykkur hér: https://www.kaikusound.is/en/about-us Kaiku Sound er lítið fjölskyldurekið stúdíó og framleiðslufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu.