1.sæti: Greifarnir
2.sæti: Drykkir innbyrðis
3.sæti:The Voice
Eftirtaldar 22 sveitir kepptu: Alexis, Antarah, Baron blitz, Chao Chao, Drykkir innbyrðis, Fúþark, Fyrirbæri, Greifarnir, Halldór og fýlupúkarnir, Hættulegur innflutningur, Konsert, Lalli og ljósastauragengið, No time, Ofris, Pereat-piltarnir, Rocket, Sex púkar, Splendit, Sviðakjammar, Voice, Watt og Þema. Svo virðist sem þrjár sveitir í viðbót hafi verið skráðar til leiks en ekki mætt til keppni, þær voru Mosi frændi, Sigga band og Wonder.
Ýmsir fróðleiksmolar:
- Músíktilraunirnar sendar út í fyrsta sinn í beinni útsendingu Rásar 2
- Hljóðriti, Stúdíó Stemma, og Mjöt gáfu tíma, 20 tíma hvert.
- Sigurband fer á samning hjá Reykjavíkurborg og spilar á 200 ára afmæli Rvk.!
- Fyrirtækið Íslensk framleiðsla býður 5 efstu böndum að gefa efni sitt út á snældum
- Það kostaði 150 kr. inn.
- Hvert band spilaði 4 lög.
- Greifarnir með Felix Bergssyni innanborðs sigruðu en þeir höfðu keppt árið áður undir nafninu Special treatment.