1990

Lesa meira um 1990

1.sæti: Nabblastrengir

2.sæti: Frímann

3.sæti: ?

Björn Þór Jóhannsson úr Trössunum var valinn efnilegasti gítarleikari og söngvari.

Það voru tuttugu og fjórar hljómsveitir sagðar skráðar til leiks, þær urðu þó ekki nema sautján sem kepptu af því er virðist.

Eftirtaldar 17 sveitir kepptu: Ber að ofan, Blöndustrokkarnir, Elohim, The Evil pizza delivery boys, Frímann, Frk. Júlía, Hreinir sveinar, Hrói höttur og munkarnir, Nabblastrengir, Nerdir, Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur, Sérsveitin, Siggi hennar Önnu, Smaladrengirnir úr Neðra Koti (SÚNK), Strigaskór nr. 42, Trassarnir og Við erum menn.

Ýmsir fróðleiksmolar:

  • 1990 héldu Rás 2 og Tónabær Músíktilaunirnar
  • 1.sæti: 40 tímar í Studio Stemmu, 2.sæti 30 tímar í Stemmu.
  • Ca. 500 manns voru á úrslitum.
  • Engar upplýsingar er að finna um hvaða sveit lenti í þriðja sætinu.
  • 5 hljómsveitir spiluðu á úrslitakvöldinu.

Viltu hlusta?

Myndir

Þú getur skoðað myndir frá Músíktilraunum þetta ár með því að smella á hnappinn.

Skoðaðu þetta næst!