Athugið að þegar öllum undankvöldum er lokið hefur dómnefnd möguleika á að velja atriði áfram aukalega í úrslit. Möguleiki er því fyrir hendi að atriði komist áfram þrátt fyrir að hafa ekki farið áfram á sínu undankvöldi. Þetta verður tilkynnt á heimasíðu tilraunanna að loknum öllum undankvöldunum og einnig verður hringt í þá keppendur sem um verður að ræða.
Athugið að notkun áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð og verði þátttakendur eða gestir uppvísir að notkun þeirra er þeim tafarlaust vísað frá.