Músíktilraunir fagna 40 ára afmæli!

Músíktilraunir fagna nú fjörtíu ára stórafmæli. Keppnin hófst árið 1982 og er ein elsta tónlistarhátíð og keppni landsins. Þessi rótgróna tónlistarhátíð er vel þekkt af fagfólki innan tónlistariðnaðarins, sérstaklega þar sem mikið af því fagfólki hefur sjálft tekið þátt í keppninni á einhverjum tímapunkti. Það hafa nefnilega um 1.670 hljómsveitir tekið þátt í Músíktilraunum seinustu fjörtíu ár eða um 8.350 manns! Hátíðin er stökkpallur fyrir ungt tónlistarfólk þar sem það fær tækifæri til að spila við góðar aðstæður, kynnast öðru tónlistarfólki og freista þess að vinna til veglegra verðlauna sem getur hjálpað þeim í sinni tónlistarvegferð.