Umsóknarfrestur fyrir þátttöku á Músíktilraununum hefur verið framlengdur til 14. mars, til að koma til móts við þá aðila sem ekki voru búnir að gera demó vegna veikinda. Enn eru örfá pláss laus fyrir bönd eða einstaklinga til þátttöku. Öll eru velkomin til að nýta sér studíóaðstöðu Hins Hússins og sérfræðikunnáttu starfsfólks hússins. Hægt er að bóka tíma fyrir demóupptöku á hitthusid@hitthusid.is og umsóknarform til þátttöku á tilraununum er á www.musiktilraunir.is.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *