Tónlistarveisla framundan

Um að gera að næla sér í miða!

Það er veisla framundan fyrir áhugasama tónlistaunnendur því Tónlistarhátíðin Músíktilraunir er skammt undan þar sem nýjustu sprotarnir í íslensku tónlistarsenunni berja trumbur og slá á allskonar tilraunakennda strengi í Hörpu. 

Undankvöld Músíktilraunanna verða haldin 26.-28. mars í sal Norðurljósa og þar munu eftirtaldar hljómsveitir koma til með að stíga á svið: Bí Bí og Joð, Donyen, Dóra & Döðlurnar, Dusilmenni, flea market sweater, HáRún, Heagle, Hunulu, KRADAK, KRÍSA, Kusk, Little Menance, Merkúr, ÓHP, Ókindarhjarta, Project Reykjavik, Purple9, Raggi Jóns & Band, Runes, Sameheads, Sóðaskapur, TTC og Woolly Mammoth´s Absence. 

Úrslitakvöld tilraunanna verður síðan 2 .apríl og það verður spennandi að sjá hvaða atriði fara áfram, hverjir munu standa uppi sem sigurvegarar tilraunanna í ár og skrá sig á spjöld sögunnar. Hægt er að lesa sér til um alla keppendur og hlusta á hljóðdæmi hér á síðunni.