Fyrsta undankvöld Músíktilrauna

Eftir mikla og óþreyjufulla bið þá er tónlistarveislan loksins hafin! Í gær kepptu sjö hljómsveitir: Little Menace, Donyen, Hunulu, Kusk, Ókindarhjarta, HáRún & Woolly Mammoth´s Absence. Allar hljómsveitir stóðu sig með glæsibrag og sýndu fjölbreytta tónlistargetu sína fyrir framan frábærum sal af fólki. Í dómnefnd sátu tveir nýjir dómarar sem við bjóðum velkomna en þeir eru Krummi Björgvinsson og Árni Hjörvar Árnason. Eftir kvöldið voru tvær hljómsveitir sem komust áfram og það eru Kusk sem valin var áfram af dómnefnd og Ókindarhjarta sem var valin áfram af sal.