FTT styður við bakið á ungu tónlistarfólki!

FTT, Félag tónskálda og textahöfunda veitir Höfundaverðlaun FTT á Músíktilraunum 2024. Verðlaununum fylgir tvöhundruðþúsund króna styrkur sem kemur efalaust vinningshöfum til góða. FTT er félag sem stendur vörð um rétt íslenskra tónskálda og textahöfunda og gætir hagsmuna á sviði höfundréttar ásamt því að efla samstöðu meðal félagsmanna og að stuðla að tíðari flutningi og aukinni […]

Hitakassinn – Bransanámskeið

Allir þeir sem komast í úrlist Músíktilrauna Hitakassinn er hagnýtt námskeið um tónlistariðnaðinn á vegum Tónlistarborgarinnar, Hins Hússins og Útón, fyrir þær hljómsveitir sem komast í úrslit Músíktilrauna. Hitakassa-hópurinn í ár er glæsilegt samansafn ungs og upprennandi tónlistarfólks, framtíðin er sannarlega björt í íslensku tónlistarlífi! Markmiðið með Hitakassanum er að valdefla ungt tónlistarfólk sem er […]

Samstarf við Tónlistarklasan Tónhyl

Tónhylur hefur bæst við í hóp samstarfsaðila Músíktilrauna. Þau ætla styrkja sigurvegara annars og þriðja sæti um 5 mánuði hvort í æfingaraðstöðu sinni í Tónlistarklasanum. Í Tónhyl eru stúdíó bæði fyrir atvinnutónlistarfólk og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref. Þeir sem eru með stúdíó í Tónhyl taka virkan þátt í starfsemi félagsins og […]