Í gær hófust Músíktilraunir og stemningin og gleðin leyndi ekki á sér í salnum. Allar hljómsveitir stóðu sig með glæsibrag og áhorfendur fengu að heyra góða blöndu af mismunandi tónlistarstefnum og stílum. Þeir sem komust áfram eftir fyrsta undankvöldið eru hljómsveitin Keikó sem var valin áfram af salnum og hljómsveitin Fógeti sem var valin af dómnefnd. Gleðin hefst svo á ný kl. 19.30 í kvöld og ellefu hljómsveitir munu keppa.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *