FTT, Félag tónskálda og textahöfunda veitir Höfundaverðlaun FTT á Músíktilraunum 2024. Verðlaununum fylgir tvöhundruðþúsund króna styrkur sem kemur efalaust vinningshöfum til góða.
FTT er félag sem stendur vörð um rétt íslenskra tónskálda og textahöfunda og gætir hagsmuna á sviði höfundréttar ásamt því að efla samstöðu meðal félagsmanna og að stuðla að tíðari flutningi og aukinni útbreiðslu á verkum félagsmanna.
Í fyrra hlaut hljómsveitin Dóra & Döðlurnar styrkinn en hún er sjálftitluð gelluhljómsveit sem spilar lög um ástina, ástarsorg og allt tengt því að vera gella á unglingsaldri. Það gerir hljómsveitin sem er skipuð sex ungum tónlistarkonum með því að skrifa fallega og ljóðræna texta um unglingsárin.