Heiður að hljóta „Lítinn fugl“

Músiktilraunir hlutu Lítinn fugl, heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar í ár sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Hörpu. Verðlaunin fá Músíktilraunir fyrir að „byggja brautarpall fyrir ungt fólk í tónlist og hafa um langt skeið leitt fyrstu skref efnilegasta tónlistarfólks landsins með farsælum hætti.“ Við þökkum innilega fyrir okkur og hlökkum til Músíktilraunanna 2026.
Árni Grétar „Futuregrapher“

Einn af okkar kæru stuðningsaðilum til áratuga Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn. Árni Grétar var mjög afkastamikill tónlistarmaður og gaf út tugi platna í raftónlist. Hann var einn stofnenda Möller Records og Móatúns 7 sem hefur stutt við og gefið vinningshöfum Rafheila Músíktilraunanna hljóðblöndum og hljóðjöfnun á þremur lögum. Stuðningur hans við ungt upprennandi […]
Vampíra keppir á Pan Arctic Vision

Vinningshafar Músíktilraunanna 2024 Vampíra er á leið til Grænlands til að taka þátt í Pan Arctic Vision https://www.panarcticvision.org/ í Nuuk. Tíu hljómsveitir frá norðurslóðum munu koma saman, vinna í tónlistarsmiðjum og keppa þann 12.október um sigurvegara norðurslóðanna. Hægt verður að fylgjast með beinu streymi frá keppninni hjá Norræna húsinu í Reykjavík.
Músíktilraunir 2023

Undanúrslit Músíktilrauna 2023 eru eftirfarandi; 25.-28. mars. Skráning hefst 25. febrúar.
Skráning til 14.mars!

Umsóknarfrestur fyrir þátttöku á Músíktilraununum hefur verið framlengdur til 14. mars….