Rétt í þessu var öðru undankvöldi Músíktilrauna að ljúka. Dómnefnd valdi áfram í úrslit tónlistarmanninn Gunna Karls og salurinn valdi áfram Juno Paul.
Á kvöldinu spiluðu; Gunni Karls, Sigurlilja, kóka Kóla Polar Bear, Mucky Muck, Hrossasauðir, Auður Erna & Juno Paul. Atriðin voru afar ólík og endurspegluðu fjölbreytni íslensku tónlistarsenunnar.
Borgarholtsskóli sér um að streyma öllum kvöldunum og finna má streymið hér. Einnig er hægt að skoða myndir frá kvöldinu hér.