Þriðja undankvöld Músíktilrauna

Á þriðja og síðasta undankvöldi Músíktilrauna í ár kepptu Runes, Dusilmenni, KRADAK, Sameheads, Project Reykjavik, Dóra & Döðlurnar, TTC og KRÍSA. Borgarholtsskóli sá um streymi á viðburðinum sem og fyrrum undankvöldum sem má finna hér. Salurinn valdi áfram hljómsveitina KRÍSU á úrslitakvöldið en dómnefnd valdi hljómsveitina Sameheads. Einnig valdi dómnefndin aukalega áfram Dóru & Döðlurnar, Gunna Karls, Dusilmenni & HáRún af öllum undankvöldunum. Sigursveit Músíktilraunna 2021, Ólafur Kram mun opna úrslitakvöldið sem verður 2.apríl kl.17:00 í Norðurljósum í Hörpu. Við hlökkum til að sjá ykkur. Tryggið ykkur miða hér.

Á úrslitakvöldi keppa því:

Kusk

Ókindarhjarta

HáRún

Bí Bí & Joð

Gunni Karls

Sóðaskapur

Sameheads

Dóra & Döðlurnar

KRÍSA

Dusilmenni