Gleði fréttir!
FTT, Félag tónskálda og textahöfunda og Músíktilraunir hefja samstarf og af því tilefni hefur verið stofnaður nýr verðlaunaflokkur á tilraununum sem ber heitið „Höfundaverðlaun FTT“ til mikils er að vinna því verðlaun að upphæð 200.000 kr. og verðlaunagripur fylgja titlinum. Vonandi verður þessi verðlaunaflokkur til þess að kveikja bál í brjósti þátttakenda og virka sem hvatning til góðra laga-og textasmiða. Það er gott til þess að vita að félög á borð við FTT standa þétt við bakið á grasrótinni og ungu efnilegu tónlistarfólki sem skilar sér í öflugu tónlistarlífi til framtíðar.
Athugið að opið er fyrir skráningu í Músíktilraunir til 6. mars á www.musiktilraunir.is