Little Menace eiga rætur sínar að rekja til Hafnarfjarðar, en eru búnir að teygja sig til Reykjavíkur og nú Keflavíkur með nýjum bassaleikara. Um áramótin gáfu drengirnir út 5 laga EP og vonast til að byrja upptökur á næstu plötu í ár. Tónlistina má lýsa sem rokk með innblástur frá mörgum mismunandi tónlistarstefnum, en eflaust eitthvað sem allir ættu að geta hlustað á.