JÚLÍKÓ

Reykjavík

Júlíus Örn Breiðfjörð Örnuson – Gítar/Hljómborð

Ég heiti Júlíus Örn og kem fram undir listamannsnafninu Júlíkó. Ég er búinn að semja tónlist síðan ég kom höndum yfir mitt fyrsta hljómborð 14 ára gamall. Ég hef fjölbreyttan tónlistarsmekk og hef leikið mér af hinum ýmsu tónlistarstefnum eins og country, rock og jazz. Í dag hef ég mest gaman af nútíma popp tónlist og sæki ég innblástur minn í listamanninn Charlie Puth. Ég tók þátt í Musíktilraunum með hljómsveitinni minni Purple9 árið 2022. Síðan þá hef ég mest verið að semja og spila sem solo artisti. Ég hef gefið út nokkur lög á Spotify og leikið mér að því að mixa tónlist í mínum frítíma.

Viltu hlusta?