ELÓ

Vestmannaeyjar

Elísabet Guðnadóttir – Söngur/Gítar

INSTAGRAM

TIK TOK

Ég er Elísabet Guðnadóttir og gef út tónlist undir nafninu Eló. Tónlist hefur alltaf verið partur af minni tilveru og ég hef sungið og spilað hljóðfæri síðan ég man eftir mér. Þegar ég komst á eldri unglingsárin fór ég að spila meira á gítar og lagasmíðar komu eiginlega sem fylgifiskur. Það var svo um haustið 2022 sem ég ákvað að stíga út á vatnið og deildi tónlistinni minni með fleirum en bara fjölskyldu og vinum. Lögin mín eru lágstemmd og hugljúf, textarnir endurspegla eigin reynslu og raunir, hugsanir, daglega lífið, strögglið, sigrana og kærleikann.

Viltu hlusta?