AHELÍA

Reykjavík

Hrafnhildur Edda Erlingsdóttir – söngur/rafmagnsfiðla

Hæhæ, ég heiti Edda Erlingsdóttir eða Ahelia. Ég valdi nafnið Ahelia sem eins konar stafarugl úr nafninu mínu HEE. Ahelia þýðir að anda, inhale – exhale. Mér fannst nafnið eiga vel við þar sem það minnir mig á að anda djúpt. Ég hef verið í tónlistarnámi frá því ég man eftir mér. Ég spilaði lengi á fiðlu í Tónskóla Sigursveins og var í kór hjá Margréti Pálmadóttur. Síðan hef ég prufað mig áfram sjálf á gítar og píanó.  Ég hef alltaf elskað lög með danstakt og miklum bassa svo annað lagið er popp beat og hitt er afro popp beat með melodíum og hljómum og fjölbreyttum hljóðfærum. Algjört eyrnakonfekt. Ég á helling af lögum sem ég er að vinna að og hef gefið út tvö þeirra út með vinum mínum. Ég stefni á að gefa út plötu næsta sumar.

Viltu hlusta?