Allir þeir sem komast í úrlist Músíktilrauna
Hitakassinn er hagnýtt námskeið um tónlistariðnaðinn á vegum Tónlistarborgarinnar, Hins Hússins og Útón, fyrir þær hljómsveitir sem komast í úrslit Músíktilrauna. Hitakassa-hópurinn í ár er glæsilegt samansafn ungs og upprennandi tónlistarfólks, framtíðin er sannarlega björt í íslensku tónlistarlífi!
Markmiðið með Hitakassanum er að valdefla ungt tónlistarfólk sem er að stíga sín fyrstu skref í tónlistarbransanum með fyrirlestrum, pallborðsumræðum og hagnýtum verkefnum.
Þátttakendur fá aðstoð við markaðssetningu, kynningu og gerð kynningarpakka, leiðslu í fjármálarekstri tónlistarverkefnis, úrlausn tækniatriða með fagfólki og fleira. Einnig er áhersla lögð á að efla tengslanet þátttakenda innan íslenska tónlistariðnaðarins með þekktum gestafyrirlesurum.
Námskeiðinu lýkur með uppskerutónleikum og tengslamyndurnarviðburði í Iðnó þar sem hljómsveitirnar spila fyrir lykilaðila úr íslensku tónlistarlífi.