Kraumsverðlaunin 2025

Við óskum öllum handhöfum Kraumsverðlaunanna 2025 innilega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu! Við erum afar glöð að sjá þrjá verðlaunahafa Músíktilrauna – Ástu, KUSK og LucasJoshua – í þessum hópi listafólks hvers verk á árinu „þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika.“ Handhafar Kraumsverðlaunanna 2025

Heiður að hljóta „Lítinn fugl“

Músiktilraunir hlutu Lítinn fugl, heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar í ár sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Hörpu. Verðlaunin fá Músíktilraunir fyrir að „byggja brautarpall fyrir ungt fólk í tónlist og hafa um langt skeið leitt fyrstu skref efnilegasta tónlistarfólks landsins með farsælum hætti.“ Við þökkum innilega fyrir okkur og hlökkum til Músíktilraunanna 2026.

Músíktilraunir 2026

Nú er tilvalið að fara að æfa sig, hvort sem það er með hljómsveit – sem kannski þarf að stofna! – eða sjálfum sér, og skapa tónlist svo það sé allt á siglingu þegar kemur að skráningu í Músíktilraunir sem hefst 13. febrúar 2026. Undankvöldin fara fram 20.-23. mars í Hörpu, og úrslitakvöldið þ. 28. […]

Geðbrigði fulltrúi Íslands á Pan‑Arctic Vision 2025

Geðbrigði spila á Tónaflóði 2025

Sigurhljómsveit Músíktilrauna 2025, Geðbrigði, verður fulltrúi Íslands á tónlistarhátíðinni Pan‑Arctic Vision 2025, sem haldin verður 29. nóvember í Iqaluit, höfuðborg Núnavút sjálfstjórnarhéraðsins á Baffinslandi í Kanada. Pan‑Arctic Vision er alþjóðlegt menningarverkefni, hugsað til að styrkja tengsl milli þjóða á Norðurheimsskautssvæðinu með því að stefna saman listafólki, þvert á þjóðríki. Fulltrúar fyrri ára voru Drengurinn Fengurinn […]

Sigurvegarar Músíktilrauna 2025

42 frábær tónlistaratriði tóku þátt í Músíktilraunum 2025. Mikil fjölbreytni var í stefnum og stílum atriðanna og aðsókn á bæði undan- og úrslitakvöld var með eindæmum góð. Eftir æsispennandi úrslitakvöld þar sem 10 atriði kepptu var niðurstaða dómnefndar og símakosningar tilkynnt. Glæsileg verðlaun voru veitt: hljóðverstímar, spilamennska á tónlistarhátíðum, flug með Icelandair og úttektir í […]

Undankvöldum lokið

Nú eru fjögur undankvöld Músíktilrauna 2025 að baki; 42 rétta tónlistarveisla sem fjölbreytni, frumleiki, spilagleði og mikill metnaður gerðu ógleymanlega fyrir bæði þátttakendur og áhorfendur, en mæting á kvöldin var frábær. Dómnefnd var ekki öfundsverð af því að þurfa að velja og hafna, en eftirfarandi atriði fóru áfram og keppa á úrslitakvöldinu sunnudagskvöldið 6. apríl: […]

Umsóknarfrestur liðinn

Mikill fjöldi umsókna barst í Músíktilraunir í ár og úrvinnsla þeirra er nú hafin en mun taka þónokkra daga. Við biðjum umsækjendur um að sýna þolinmæði á meðan við klárum ferlið og staðfestum þátttöku. Við hlökkum til að kynna fjölbreytta og spennandi listamenn sem sóttu um í ár!

Dásamlegir Demódagar!

Boðið er upp á dásamlega Demódaga í Hinu Húsinu 10.-12. febrúar, þar sem umsækjendum í Músíktilraunir býðst aðstaða í hljóðveri og aðstoð við að útbúa hljóðdæmi – demó – sem þurfa að fylgja umsókninni. Það þarf að bóka tíma fyrirfram, og er það gert með því að senda línu á musiktilraunir@reykjavik.is

Árni Grétar „Futuregrapher“

Einn af okkar kæru stuðningsaðilum til áratuga Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn.  Árni Grétar var mjög afkastamikill tónlistarmaður og gaf út tugi platna í raftónlist. Hann var einn stofnenda Möller Records  og Móatúns 7 sem hefur stutt við og gefið vinningshöfum Rafheila Músíktilraunanna hljóðblöndum og hljóðjöfnun á þremur lögum.  Stuðningur hans við ungt upprennandi […]