Fyrsta undankvöld Músíktilrauna var haldið í Norðurljósum Hörpu í gær. Frábær stemning var í sal og ellefu hljómsveitir stigu á svið. Tónlistin var afar fjölbreytt en það mátti m.a. heyra þungarokk, rokk, popp og dynjandi teknó við góðar undirtektir gesta. Kvöldið flaug áfram en í lokin valdi dómnefnd hljómsveitina Flórurnar á meðan salur kaus áfram hljómsveitina Frýs. Spennandi undankvöld framundan með allskonar eyrnakonfekti.
Hér má horfa á streymi frá kvöldinu: https://fb.watch/qKBT_NUlRh/