Skráning

Skráning í Músíktilraunir 2024

(Switch to English below)

Undankvöld Músíktilrauna fara fram í Hörpu 10.–13. mars og úrslitakvöldið er 16. mars. Ef umsókn verður hafnað verður skráningargjald endurgreitt.
Ef þú færð ekki staðfestingu á skráningu í kjölfar skráningar hafðu þá samband við musiktilraunir@reykjavik.is.

Mikilvægar upplýsingar

  • Skráningargjald er 3.800 kr. á hvern þátttakenda sem leggja skal inn á reikning 0101-26-054777, kt. 490695-2229.
  • Nauðsynlegt er að setja nafn hljómsveitarinnar í tilvísun þegar lagt er inn.
  • Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.
  • Demó sem send eru inn þurfa aðeins að standast lágmarkskröfur.
  • Ekki er dæmt út frá demóunum í keppninni sjálfri, þar er aðeins frammistaðan á kvöldunum tekin til greina.
  • Demó sem send eru inn munu birtast á Soundcloud-síðu Músíktilrauna og verða aðgengileg í gegnum heimasíðu Músíktilrauna.
  • Músíktilraunir fylgja persónuverndarstefnu Reykjavíkurborgar.

 

Skráningu lýkur á miðnætti 19. febrúar 2024.

 

Upplýsingar í tengslum við þátttöku í Músíktilraunum

Í tengslum við tónlistarhátíðina Músíktilraunir árið 2024 verða teknar myndir, myndskeið og hljóðupptökur af þátttakendum. Myndir og upptökur af tónlistarflutningi eru notaðar til birtingar í sjónvarpi, útvarpi, í kynningarefni á samfélagsmiðlum og á heimasíðu Músíktilrauna.

Tekið skal fram að þátttöku- og samþykkisform þetta hefur engin áhrif á höfundarrétt tónlistarinnar, sem verður alfarið hjá viðkomandi tónlistarfólki.

 

Myndbirting á vefsíðu og kynningarefni á vegum Músíktilrauna

Til að uppfylla skyldu okkar skv. lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga þurfum við að afla samþykkis áður en við birtum myndir og myndskeið af þátttakendum í markaðstilgangi á vefsíðu Músíktilrauna og í útgefnu kynningarefni á vegum Músíktilrauna. Rétt er að vekja athygli á því að almennt er talið heimilt að taka upp myndefni á opinberum viðburðum ef um hópmyndir eða yfirlitsmyndir er að ræða. Samkvæmt ábendingum sem birtust á heimasíðu Persónuverndar hefur ekki verið talið nauðsynlegt að forsjáraðilar samþykki slíka myndatöku sérstaklega. Ef forsjáraðilar gera athugasemdir við slíka myndatöku tekur stjórnandi þær athugasemdir til skoðunar og metur þær í hverju tilfelli fyrir sig.

Ef nota á myndefni eða hljóðupptökur í öðrum tilgangi en fram kemur í samþykki þessu verður aflað sérstaks samþykkis vegna þeirrar notkunar. Við biðjum þig vinsamlegast um að staðfesta samþykkið hér að neðan.

Búast má við að fjölmiðlar taki myndir og myndbönd í tengslum við tónlistarhátíðina. Slíkar heimsóknir eru ávallt háðar leyfi frá stjórnendum en þátttakendur kunna að vera í myndefni sem birtist í fjölmiðlum.

Skráningu lauk á miðnætti 20. febrúar!