Undankvöldum lokið

Nú eru fjögur undankvöld Músíktilrauna 2025 að baki; 42 rétta tónlistarveisla sem fjölbreytni, frumleiki, spilagleði og mikill metnaður gerðu ógleymanlega fyrir bæði þátttakendur og áhorfendur, en mæting á kvöldin var frábær. Dómnefnd var ekki öfundsverð af því að þurfa að velja og hafna, en eftirfarandi atriði fóru áfram og keppa á úrslitakvöldinu sunnudagskvöldið 6. apríl:

ASBEZT


BIG BAND EYÞÓRS


ELÍN ÓSEYRI


GEÐBRIGÐI


j. bear & the cubs


LUCASJOSHUA


ROWN


SPIRITUAL REFLECTIONS


SPLITTING TONGUES


ÞÖGN