ÚT Í HÖTT

Selfoss

Hildur Kristín Hermannsdóttir – kassagítar og bassi
Sigurður Ernir Eiðsson – rafmagnsgítar
Samúel Guðmundsson – trommur
Hjördís Katla Jónasdóttir – söngur og sax
Viktor Þorvarður Steinarsson – bassi og kassagítar

Út í Hött er ung og kraftmikil hljómsveit. Við höfum komið nokkrum sinnum fram síðan við byrjuðum að spila sumarið 2024. Ef við þyrftum að setja okkur undir einn hatt eða hött myndum við kalla okkur Pop Rock band. Við förum samt í ýmsar áttir og spilum það sem okkur langar hverju sinni. Í rauninni erum við bara svolítið út í hött!

Viltu hlusta?