SPACEMENT

Akureyri

Agnar Forberg – söngur
Jóel Örn Óskarsson – gítar/synthar

Agnar Forberg er tónlistarmaður frá Akureyri sem kemur fram undir nafninu „Spacement“, oftast kallaður Space. Hann er með mikinn tónlistarbakgrunn, foreldrar hans eru bæði tónlistarkennarar og hefur Space verið að semja tónlist síðan hann var 13 ára. Space semur allt frá A-Ö þegar kemur að tónlistinni sinni og mixar hann og masterar hana líka. Hann útskrifaðist með diplómu í hljóðtækni frá Stúdíó Sýrland fyrir rúmu ári síðan en 28. febrúar gaf hann út sína fyrstu sólóplötu, „Kærleikur & kvíði“ og frumflutti hana í menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Viltu hlusta?