Ég hef sungið einn og í kór alla mína ævi og lært á nokkur mismunandi hljóðfæri gegnum árin, en tónlistarferillinn minn byrjaði almennilega á Youtube árið 2014. Markmiðið mitt með tónlist hefur alltaf verið að gefa þeim rödd sem kunna ekki að útskýra hvernig þeim virkilega líður, og vonandi hugga smá í leiðinni.