FJÖÐUR

Reykjavík

Júlíus – söngur, píanó, gítar

Ég heiti Fjöður, og framleiði eigin tónlist. Ég spila á píanó og gítar, syng og mixa lögin sjálf. Innblásturinn minn kemur frá GusGus, Kusk og gömlum íslenskum ljóðum. Tónlistin mín er drungaleg og djúp, en samt einlæg, með síbreytilegum takti og einföldum hljómagangi sem ég móta á minn eigin hátt. Ég leitast við að skapa eitthvað frumlegt og ófyrirsjáanlegt. Ég vil að fólk upplifi nútímann í tónlistinni minni – hvernig hann getur verið bæði erfiður og fallegur – og finn styrkinn í þrautseigjunni. Ég er Fjöður, og leyfi vindinum að ráða för minni.

Viltu hlusta?