Elín Óseyri er 19 ára tónlistarkona sem sækir innblástur víða um tónlistarheiminn, svo sem hjá Amy Winehouse, Hozier eða Ásgeiri Trausta. Stíllinn hennar er samblanda af pop, djass og sígildri tónlist, ásamt nútímavæddum textum. Viðfangsefni textanna er oftast tengt ást, bæði góðri og slæmri, en einnig nýtir hún sér fjölbreyttan orðaforða við textasmíð. Að auki hefur hún grunn í klassískri tónlist sem hún notfærir sér við lagasmíð.