Dóra & Döðlurnar er hljómsveit sem samanstendur af 6 stelpum sem spila mestmegnis pop/rokk tónlist. Textarnir eru einlægir og hráir enda miklar tilfinningar sem ráða för á meðan á unglingsárunum stendur. Dóra & Döðlurnar elska fátt meira en að koma fram með klikkaða tónleika og sýna hvað í þeim býr, enda hefur hljómsveitin verið starfandi frá haustinu 2018 svo mikill tími hefur farið í að skapa.