Borgir er hljómsveit úr Borgarnesi sem gerir aðallega noiserock/Instrumental tónlist. Við notum mikið af gítar og synthum í lögum okkar og viljum helst bara gera tónlist sem okkur finnst skemmtilegt að hlusta á. Þótt við gerum aðallega noiserock/instrumental, þá gerum við líka tónlist allt frá acoustic til black metal. Við höfum verið saman í um 1-2 ár og höfum gefið út eina safnplötu, og erum við að vinna við það að gera heila plötu.