Hljómsveitin Bíóborg er úr Hafnarfirðinum og samanstendur, eins og er, af þeim Árna Degi Andréssyni og Eiríki Kúld Viktorssyni. Þeir hafa spilað saman með hléum frá árinu 2017 eftir að hafa leitt saman hesta sína til að spila í Tjarnarbíó á Menningarnótt. Bíóborg hóf hins vegar göngu sína sumarið 2023 þegar þeir settust niður eftir nokkuð langa pásu frá tónlistinni og byrjuðu að vinna að nýju efni.