Áslaug Dungal er 23 ára tónlistarkona sem hefur verið að semja og gefa út tónlist undir sínu nafni undanfarin 2 ár. Hún spilar með tveimur skólafélögum sínum, Borgþóri Jónssyni á bassa og Jóni G.Breiðfjörð á trommur, Áslaug spilar sjálf á gítar og syngur. Hún semur melankólísk gítarlög með hugljúfum laglínum í rokkuðum/shoegaze stíl.