Asbezt er hljómsveit sem spilar fjölbreytta tónlist, en mest rokk og indie. Asbezt hefur verið starfandi síðan sumarið 2024 og hefur komið fram á tónleikum í Menntaskólanum við Hamrahlíð, Laugalækjarskóla og hefur haldið sitt eigið tónleikakvöld. Hljómsveitin samanstendur af fimm meðlimum sem spila á ýmis hljóðfæri. Kjarnahljóðfæri hljómsveitarinnar eru píanó, trommur, bassi, gítar og söngur, en stundum er gripið í önnur hljóðfæri, svo sem óbó, túbu eða saxófón.