Aoife O’Brien er írsk-bresk söngkona og lagahöfundur með aðsetur í Reykjavík. Hún leggur áherslu á einlæga texta, þar sem lagasmíðin hjálpar henni að átta sig á daglegu lífi sínu. Aoife kom til Íslands daginn eftir að hún útskrifaðist með tónlistarbakkalárgráðu í Vínarborg og er nú í meistaranámi við LHÍ – þar sem hún skrifar um reynslu sína af því að vera innflytjandi (og manneskja) á Íslandi. Eftir fjögurra ára volk í kringum tónlistarsenu Reykjavíkur er hún vongóð um að Músíktilraunir hjálpi henni að finna sinn sess.