Músiktilraunir hlutu Lítinn fugl, heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar í ár sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Hörpu. Verðlaunin fá Músíktilraunir fyrir að „byggja brautarpall fyrir ungt fólk í tónlist og hafa um langt skeið leitt fyrstu skref efnilegasta tónlistarfólks landsins með farsælum hætti.“ Við þökkum innilega fyrir okkur og hlökkum til Músíktilraunanna 2026.