Sigurhljómsveit Músíktilrauna 2025, Geðbrigði, verður fulltrúi Íslands á tónlistarhátíðinni Pan‑Arctic Vision 2025, sem haldin verður 29. nóvember í Iqaluit, höfuðborg Núnavút sjálfstjórnarhéraðsins á Baffinslandi í Kanada.
Pan‑Arctic Vision er alþjóðlegt menningarverkefni, hugsað til að styrkja tengsl milli þjóða á Norðurheimsskautssvæðinu með því að stefna saman listafólki, þvert á þjóðríki. Fulltrúar fyrri ára voru Drengurinn Fengurinn árið 2023 og Vampíra 2024, en á hátíðinni koma fram listamenn frá 10 svæðum við Norðurheimskautið sem ýmist tilheyra Norðurlöndunum, Bandaríkjunum eða Kanada.
Þetta er afar skemmtilegt tækifæri fyrir Geðbrigði og við óskum þeim góðrar ferðar!